Einstæð náttúra og fjölbreytt fuglalíf

Über die Reise

Einstæð náttúra og fjölbreytt fuglalíf – Fuglaskoðnarferð

Fyrir þá sem hafa áhuga á fuglum er íslenska vorið hrein paradís. Náttúran hefur vaknað af vetrardvala og fuglarnir skarta sínu fegursta. Undanfarna áratugi hefur Ferðaskrifstofa Harðar Erlingssonar skipulagt alls kyns ferðir um land allt fyrir erlenda náttúruunnendur og í ár langar okkur að gefa Íslendingum kost á slíkri ferð til þess að njóta landsins í kyrrð og ró. Leiðsögumaður okkar, Helgi Guðmundsson, býr að áratuga starfsreynslu og á að baki ótal ferðir þar sem megináhersla hefur verið lögð á sögu og náttúru Íslands að ógleymdri fuglaskoðun. Helgi er m.a. höfundur ferðahandbókarinnar „Leiðsögn um Mývatn og Mývatnssveit“.

Ferðin verður farin í þægilegri hópbifreið þar sem kostur gefst á að halda tveggja metra fjarlægð milli farþega fyrir þá sem það kjósa. Gist verður á góðum hótelum þar sem öll herbergi eru með baði og morgunverður verður innifalinn. Einnig er ávallt innifalinn (nema á síðasta degi ferðarinnar) tveggja rétta kvöldverður þar sem leitast verður við að bjóða upp á það besta úr hverju héraði hverju sinni.

Í þessari ferð verður lögð megináhersla á fuglaskoðun og enn fremur vikið að náttúru og sögu lands og þjóðar eftir því sem við á.

Nánari ferðalýsingu má finna undir Itinerary flipanum hér að ofan.

Buchen

Við tökum á móti bókunum með tölvupósti á netfangið [email protected] eða í gegnum síma 551 9700.
Einnig er hægt að bóka ferðina beint með því að smella á hnappin hér að neðan en þá bætist við bókunargjald sem fellur ekki til ef bókað er í gegnum tölvupóst eða síma.


Highlights

  • Snæfellsnes og Saxhólsbjarg
  • Hegranes, Hólar í Hjaltadal og Hofsós
  • Siglufjörður og Svarfarðardalur
  • Náttúruparadísin Mývatn
  • Námaskarð, Dimmuborgir og Hverfjall

 


Preis

Preis ohne Flug Preis
Verð á mann í tvíbýli í ísl kr. 158.000,- ISK
Aukagjald fyrir einbýli í ísl kr. 23.100,- ISK

Termine

Ankunft Abreise Verfügbarkeit
02. Júní 2020 07. Júní 2020

Leistungen

  • Allur akstur
  • Íslensk leiðsögn
  • Gisting í 5 nætur í herbergi með baði og Morgunverði
  • Kvöldverður í 5 daga
  • Í hádeginu er boðið upp á heitar súpur, kaffi og te. Þá verður komið við á ýmsum stöðum þar sem fólki gefst kostur á að nesta sig upp að öðru leyti.
  • Aðgangur að Síldarminjasafninu, torfbænum að Grenjaðarstað og Víðimýrar-kirkju.
  • Lágmarksfjöldi farþega 12, hámarksfjöldi 20 farþegar

 

Reiseverlauf

1

Snæfellsnes

Ekið verður frá Reykjavík og sem leið liggur út með sunnanverðu Snæfellsnesi þar sem menn geta rekist á lóma og himbrima og svipast um eftir haferni og fálka. Gist verður á Hótel Langaholti.

2

Stórfengleg sjófuglabyggð á Saxhólsbjargi

Á leið út fyrir Snæfellsnes verður ekið að Saxhólsbjargi, stórfenglegri sjófuglabyggð þar sem fyrir augu ber einkum svartfugla, skarfa, fýla og ritur. Síðan er ekið með norðanverðu nesinu og áfram um Skógarströnd og Laxárdalsheiði til Norðurlands. Gist verður á Laugarbakka í Miðfirði. Þar geta menn látið líða úr sér í heitum potti, slakað á og safnað kröftum fyrir næsta dag.

3

Hegranes, Hólar og Hofsós

Ekið verður um Skagafjörð, fyrir fjarðarbotninn með ströndinni og um utanvert Hegranes. Ef tími vinnst til mætti huga að fuglalífi í Hegranesi. Að Hólum í Hjaltadal verður kirkjan skoðuð þar sem varðveittir eru einstæðir kirkjugripir og eru menn þar komnir á einn merkasta sögustað landsins. Á Hofsósi gefst kostur á að fara í sund og njóta hins undurfagra útsýnis úr lauginni út yfir Skagafjörð. Þeir sem ekki kjósa að fara í laugina geta lagt í stutta og létta göngu og virt fyrir sér sérstætt stuðlaberg, rétt innan seilingar. Á Hofsósi er Vesturfararsetrið, þar sem mönnum veitist innsýn í aðstæður og tíðaranda hérlendis þegar verulegur hluti íslensku þjóðarinnar hélt alfarinn af landi brott til Vesturheims. Gist verður á Sigló Hótel sem er nýtt og fallegt fjögurra stjörnu hótel við höfnina á Siglufirði með heitum pottum við bryggjuna.

4

Fuglaskoðun í Svarfarðardal

Við hefjum daginn á hinu margverðlaunaða Síldarminjasafni á Sigufirði sem enginn Íslendingur ætti að láta fram hjá sér fara. Á þessum degi gefst enn fremur kostur á fuglaskoðun í Svarfarðardal þar sem má m.a. rekast á flórgoða, óðinshana og aðra votlendisfugla. Að því loknu verður haldið til Akureyrar og ekki úr vegi að þar fái fólk einhvern tíma til eigin ráðstöfunar („frjáls“ tími – ein til tvær klukkustundir). Frá Akureyri verður ekið að Goðafossi og loks að Mývatni þar sem gist verður tvær nætur í Hótel Seli, við gervigígana sem kenndir eru við Skútustaði.

Scheinkrataer bei Skutustadir

5

Fjölbreytt fuglalíf við Mývatn

Við Mývatn er afar fjölbreytilegt fuglalíf og ber mest á ýmsum tegundum anda og annarra votlendisfugla. Í Mývatnssveit er auk þess margt annað að skoða: Mætti nefna sérkennilegar jarðmyndanir og náttúrufyrirbæri, s.s. hverasvæðið hjá Námaskarði, sprengigíginn Víti, Dimmuborgir og Hverfjall að ógleymdum Jarðböðunum sem njóta mikilla vinsælda. Ótal gönguleiðir liggja víða um svæðið sem of langt mál yrði upp að telja.

6

Haldið heim á leið

Síðasta daginn er ekið alla leið til Reykjavíkur. Ráðgert er að koma við í byggða-safninu að Grenjaðarstað þar sem varðveittur er gamall torfbær. Á leið um Skagafjörð verður komið við í Víðimýrarkirkju, einni af örfáum torfkirkjum landsins. Í Borgarfirði verður litast um við fossinn Glanna í Norðurá og aldrei að vita nema koma megi auga á stökkvandi laxa í árflauminum.

Galerie